Uncategorized — 07/08/2014 at 13:38

Blaðamannafundur: Arsenal vs. Man City

by

Arsenal Training Session & Press Conference

Arsenal tekur þátt í leiknum um Samfélagskjöldinn í fyrsta skipti síðan 2005 og í dag mætti Wenger á blaðamannafund þar sem hann svaraði nokkrum spurningum.

Um leikinn:
Við höfum tækifæri til að sýna aðvið höfum bætt okkur síðan við unnum úrslitaleikinn í maí. Man City verður góð prófraun fyrir okkur.

Um Þjóðverjana:
Þeir koma til baka mánudaginn 11. ágúst. Þeir munu missa af fyrsta leiknum í deildinni einnig.

Um Vermaelen:
Hann gæti farið, við höfum fengið tilboð í hann. Hann þarf að spila reglulega og við erum í þannig stöðu að erfitt er að koma í veg fyrir að hann fari.

Um það að styrkja Arsenal meir:
Það eru 3 og hálf vika eftir af glugganum. Við getum bætt við okkur, en við erum með stóran hóp.

Um að styrkja miðsvæðið:
Við erum með nokkra box-to-box miðjumenn – auk þess þá er Jack Wilshere kominn til baka og í flottu formi.

Um Calum Chambers:
Ég sé ekki eftir því að hafa eytt hárri fjárhæð í hann. Hann getur reynst okkur virkilega mikilvægur.

Um styrk/stöðu Arsenal í ár:
Við vorum ekki langt frá stærstu liðunum í fyrra. Núna erum við í aðstöðu til þess að geta eytt í þá leikmenn sem við viljum.

Um deildarkeppnina í ár:
Man Utd mun koma aftur inn í baráttuna.Það verða sex lið sem geta unnið deildina þetta tímabil.

Um Theo Walcott:
Hann mun koma inn í hópinn 31. ágúst. Þetta gengur vel en hann er ekki alveg tilbúinn.

Um Frank Lampard:
Ef þú skoðar landakort þá er stysta leiðin frá Chelsea til Man City ekki að fara í gegnum New York fyrst!

SHG

Comments

comments