Uncategorized — 10/07/2011 at 00:13

Blaðamannafundur á Mánudaginn

by

Samkvæmt frétt frá BBC þá hefur Arsenal boðað til blaðamannafundar á Mánudaginn. Talið er líklegt að þessi blaðamannafundur verði notaður til að tilkynna um sölu á Bendtner og Almunia. Ekki er þó vitað hvaða lið það eru sem ætla að kaupa þá.

Ekki er líklegt að þessi blaðamannafundur sé haldinn til að tilkynna um sölu á Nasri eða Fabregas en þó er aldrei að vita hvað gerist, ég minnist þess nefnilea ekki að haldinn sé blaðamannafundur eingöngu til að tilkynna um sölu á leikmönnum, nema þeir séu stór nöfn og Fabregas og Nasri gætu alveg flokkast undir stór nöfn.

Það er líka spurning hvort verði tilkynnt um kaup á Gervinho á þessum fundi.

Comments

comments