Uncategorized — 21/09/2011 at 22:41

Blackburn – Arsenal 4-3

by

Ég held að þessi leikur fari seint í sögubækur Arsenal nema þá helst fyrir það að Asenal skoraði tvö sjálfsmörk í leiknum. Þeir Alex Song og Laurent Koscielny náðu sér í þann vafasama heiður. En mörk Arsenal skoruðu Gervinho, Arteta og Chamakh.

Arsenal byrjaði þennan leik mjög vel og bjóst maður við því að að Arsenal mundi nú ná sér í öll stigin 3 í þessum leik. Gervinho skoraði strax á 10 mínútu flott mark. Blackburn lifnaði þá örlítið við og skoraði Yakubu á 23 mínútu eftir að Andre Santos spilaði hann réttstæðann og byrjuðu þá ófarir Arsenal með því marki. Arteta skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal á 33 mínútu sem var gull fallegt. 1-2 var staðan í hálfleik.

Þeir Alex Song og Koscielny skoruðu sín sjálfsmörk á 50 og 68 mínútu, en á milli þessa forljótu og ógeðslegu sjálfsmarka skoraði Yakubu sitt annað mark og staðan því 4-2. Marouane Chamakh sem kom inná sem varamaður skoraði svo flott skallamark rétt undir leikslok. Lokatölur 4-3 fyrir Blackburn og ekki hægt að segja annað en að við höfum fært þeim 3 stig á silfurfati. Algjörlega hræðilegt.

Maður leiksins: Áhorfandinn í sæti 938 í suðurstúkunni.

 

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Bacary Sagna(52)
Per Mertesacker
Laurent Koscielny
Andre Santos
Alex Song(76)
Mikel Arteta
Aaron Ramsey
Gervinho
Andrey Arshavin(64)
Robin van Persie

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski
Johan Djourou(52)
Kieran Gibbs
Francis Coquelin
Yossi Benayoun
Theo Walcott(64)
Marouane Chamakh(76)

Comments

comments