Uncategorized — 16/09/2011 at 23:13

Blackburn á morgun

by

Arsene Wenger hefur nokkrum sinnum látið hafa eftir sér að þetta hafi verið kolbrjálað sumar og að hann gæti hæglega skrifað metsölubók um þetta sumar. 7 aðalliðs leikmenn fóru frá Arsenal endalega í sumar og 9 nýjir leikmenn komu til félagsins og þar af 5 sem komu síðustu tvo sólarhringana.

Arsenal hafa ekki tapað síðan félagsskiptaglugganum var lokað en liðið hefur aðeins spilað tvo leiki síðan. Arsenal mun spila gegn Blackburn í hádeginu á morgun. Það var einmitt á Ewood Park fyrir um 15 árum síðan sem Arsene Wenger stýrði sínum fyrsta leik hjá Arsenal og stýrði síðan liðinu til tvennu 18 mánuðum síðar. Það má segja að þetta sé nokkurskonar ný byrjun hjá Arsenal alveg eins og fyrir 15 árum.

“Við vorum lið á stöðugri uppleið á síðustu leiktíð en féllum fyrir því að vera of óþolinmóðir og að reyna við að ná 4 titlum. Við vorum með mjög gott lið og komumst ansi nálægt því að vinna titil á síðustu leiktíð. Og nú í sumar fóru margir leikmenn frá okkur og leikmenn eins og Jack Wilshere, Abou Diaby og Tomas Vermaelen meiddust þannig að við urðum að kaupa nýja leikmenn, við hefðum aldrei lifað það af ef engir leikmenn hefðu komið til liðsins. En nú erum við með mun reynslumeira lið en á síðustu leiktíð. Við erum þó enn að fjárfesta í ungum upprennandi leikmönnum og gerðum það með Alex-Oxlade Chamberlain og Ryo, við munum ekki breyta þeirri stefnu neitt að fá til okkar unga og efnilega leikmenn.” Sagði Wenger á fréttamannafundi í dag.

Wenger segir að hann vilji hafa stuðningsmenn liðsins ánægða og að hann muni stefna á fjóra titla á þessu tímabili alveg eins og síðast og að hann muni gera allt sem hann geti til þess að liðið vinna titil eða titla á þessu tímabili þrátt fyrir erfiða byrjun.

Eins og fyrr segir þá spilar Arsenal við Blackburn í hádeginu á morgun og enn er nokkuð um meiðsli hjá Arsenal en meiddir eru Diaby, Vermaelen, Ramsey, Wilshere, Rosicky og Squillaci. Hjá Blackburn eru nokkrir leikmenn meiddir, Gamst Pederssen, Nelsen og Dunn.

Blackburn hefur aðeins náð sér í 1 stig í þessum 4 leikjum sem búnir eru í deildinni en Wenger er viss um það að Blackburn verður erfitt heim að sækja eins og alltaf.

Líklegt lið á morgun:

Szczesny, Sagna, Mertescaker, Koscielny, Santos, Song, Arshavin, Arteta, Benayoun, Gervinho, Van Persie.

Comments

comments