Uncategorized — 17/07/2015 at 18:00

Bilic varar Arsenal við

by

AW

Slaven Bilic, stjóri West Ham hefur varað Arsene Wenger við því að sýnir menn hafi smá forskot þegar liðin mætast í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar þann 9. ágúst.

Bilic tók við West Ham af Sam Allardyce fyrir tímabilið en hann stýrði liði Besiktas í fyrra sem mætti Arsenal í undankeppni Meistaradeildarinnar.

West Ham fékk úthlutað sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar í gegnum háttvísisreglur UEFA og hóf því tímabilið á undan öðrum liðum, en þeir lögðu Lusitanos frá Andorra í fyrstu umferð.

,,Þetta er gott fyrir byrjunina, klárlega. Bestu dæmin eru frá þinni eigin reynslu en ekki bókunum. Þú lítur á síðasta ár þegar ég var hjá Besiktas þá spiluðum við gegn Arsenal í undankeppni Meistaradeildarinnar.”

,,Við vorum hraustari en þeir. Við höfðum þegar spilað gegn Feyenoord í umferðinni þar áður og við vorum hraustari. Arsenal hafði aðeins spilað í Samfélagsskyldinum og gegn Crystal Palace en við vorum þegar byrjaðir að spila mikið.”

,,ÞÞetta gefur þér klárlega forskot í byrjun. Hvað með nóvember, desember og jólin, sem eru þegar erfiður tími? Við munum reyna að vera meðvitaðir um allar þessar kringumstæður”

Comments

comments