Uncategorized — 06/08/2011 at 23:42

Benfica – Arsenal 2-1

by

Arsenal spilaði í kvöld við lið Benfica í hinni svokölluðu Eusebio Cup. Benfica var á heimavelli og verður að segjast eins og er að Arsenal liðið var líklega að spila sinn lélegasta leik á undirbúningstímabilinu enda töpuðu okkar menn leiknum 2-1.

Arsenal var yfir í leiknum í hálfleik enda var Arsenal að spila ágætlega í fyrri hálfleiknum. Það var Robin Van Persie sem skoraði mark Arsenal á 33 mínútu eftir góða sendingu frá Gibbs. Wenger breytti síðan mikið liðinu í hálfleik og þá komu inná leikmenn sem ég fullvissa mig á að eiga ekkert erindi í lið Arsenal. Chamakh, Jenkinson, Squillaci og Lansbury spiluðu allir í leiknum en áttu það sameiginlegt að hafa verið lélegustu leikmenn Arsenal í leiknum. Hvað er til dæmis Squillaci að gera í þessu liði ? Það má skrifa sigurmark Benfica skuldlaust á hann. Vermaelen gerði líka hræðileg mistök í fyrra marki Benfica. Van Persie og Gervinho voru bestu menn Arsenal.

Afsökun Wenger eftir leikinn er að það hafi vantað marga leikmenn.

httpv://youtu.be/IFeE4q4-M0o

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny(45)
Bacary Sagna(45)
Thomas Vermaelen(85)
Johan Djourou(45)
Kieran Gibbs(56)
Tomas Rosicky(65)
Aaron Ramsey
Alex Song(45)
Andrey Arshavin(45)
Gervinho
Robin van Persie(45)

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski(45)
Sebastien Squillaci(45)
Carl Jenkinson(45)
Marouane Chamakh(45)
Armand Traore(56)
Emmanuel Frimpong(45)
Ryo Miyaichi(45)
Henri Lansbury(65)
Ignasi Miquel(85)

 

Comments

comments