Uncategorized — 19/06/2011 at 22:56

Bendtner út og áhugi á Joey Barton

by

Nicklas Bendtner er líklega á leið frá Arsenal þetta sumarið og leyfi ég mér að fullyrða að fjöldi manns segir húrra yfir því. Sporting Lisbon hefur boðið 7 milljónir punda í danann og því gæti hann endað í Portúgal en Borussia Dortmund í Þýskalandi hefur líka áhuga á Bendtner. Sagt er að Arsenal vilji fá eitthvað nálægt 12 milljónum punda fyrir Bendtner.

Haft er eftir mjög áræðanlegum heimildum að Arsenal sé farið að spyrjast fyrir um Joey Barton sem er nú leikmaður Newcastle. Barton á eftir eitt ár af samningi sínum við Newcastle. Barton sem oft hefur verið þekktur fyrir ýmis heimskubrögð bæði utan og innan vallar hefur nú snúið sér að því að leika fótbolta og er hættur þessum heimskupörum. Hann lagði upp 9 mörk fyrir Newcastle á síðustu leiktíð og var að auki fyrirliði þeirra og átti stórkostlegt mót í vetur. Spurningin er hinsvegar sú hvort hann passi vel inn í lið Arsenal. Hann ætti allavega að geta komið með smá baráttu inn í lið Arsenal.

Jose Manuel Jurado, miðjumaður hjá Schalke er nú orðaður við Arsenal og er hann sagður vera maðurinn sem Wenger vilji fá ef Cesc Fabregas verður seldur frá Arsenal. Jurado er 24 ára og var nánast eini leikmaður Scalke sem kom vel út úr leikjunum við Manchester United í meistaradeildinni nú í vor. Schalke á víst í fjárhagsvandræðum og 10 miiljónir gæti verið nóg til að fá Schalke til að selja þ.e ef sagan endalausa með Fabregas ætlar að enda með því að hann fari til Barcelona í sumar.

Comments

comments