Uncategorized — 23/05/2012 at 07:26

Bendtner orðaður við Dortmund, Vela við Espanyol

by

Í helstu slúðurfréttum dagsins er sagt að Arsenal hafi nú þegar opnað á viðræður við nokkur lið um sölu á leikmönnum eins og Nicklas Bendtner, Andrei Arshavin og Carlos Vela en áætlað er að Arsenal geti minnkað launakostnað sinn um 25-30 milljónir punda í sumar með sölu á leikmönnum sem hafa verið í láni hjá öðrum félögum eða eru samningslausir.

Nicklas Bendtner er nú orðaður við Þýska liðið Dortmund en hann var í láni hjá Sunderland allt síðasta tímabil en þar lék hann 27 leiki og skoraði 8 mörk síðasta vetur.

Andrei Arshavin mun mjög líklega semja til frambúðar við Rússnenska félagið Zenit St Petersburg þar sem hann var í láni frá Febrúar mánuði í ár. Hann lék 11 leiki þar í vetur og skoraði 3 mörk.

Spænska liðið Espanyol hefur spurt um þjónustu Carlos Vela en hann var í láni síðasta tímabil í LaLiga deildinni og spilaði með Real Sociedad og þar spilaði hann stórt hlutverk, skoraði 12 mörk í 33 leikjum auk þess að leggja upp fyrir liðsfélaga sína 8 mörk í vetur.

Bolton vill fá Ryo Miyaichi að láni einnig næsta vetur en hann var þar í láni frá áramótum. Hann spilaði 14 leiki fyrir Bolton síðasta vetur og skoraði fyrir Bolton 1 mark.

Johan Djourou er þessa dagana orðaður við Juventus en hann mun eiga mjög erfitt með að komast í lið Arsenal þegar allir varnarmenn Arsenal eru heilir.

Arsenal er einnig að leita að tilboðum í leikmenn eins og Marouane Chamakh og Denilson.

Einnig er búist við því að Arsenal reyni að semja við Sebastien Squillaci um að losna undan samningi við hann en hann á eitt ár eftir af samningnum við Arsenal.

 

Comments

comments