Uncategorized — 21/09/2013 at 18:42

Bendtner byrjaður að æfa á fullu

by

Arsenal Training Session

Eftir tvö ár í kuldanum hjá Arsenal gæti Bendtner spilað með Arsenal á miðvikudaginn þegar Arsenal fer í heimsókn til WBA og spilar gegn þeim í Capital One Cup.

Bendtner hefur skorað 45 mörk fyrir Arsenal í 157 leikjum, en þess má geta að hann hefur verið notaður sem varamaður í 78 af þessum leikjum. Einnig þá hefur hann oftar en ekki verið notaður út úr stöðiuá hægri vængnum.

En eftir að hafa farið í lán til Sunderland og svo til Juventus í fyrra þar sem hann skoraði ekki mark þá er Wenger tilbúinn til þess að byrja á byrjun og leyfa Bendtner að sanna sig.

Hann hefur enn og aftur skipt um númer og spilar númer 23 þetta tímabil.

SHG

Comments

comments