Uncategorized — 28/07/2011 at 14:34

Bendtner til Sporting Lisbon fyrir 9M £

by

Enska dagblaðið Daily Star segir frá því í dag að sést hafi til Nicklas Bendtner í Portúgal, nánar tiltekið í Lisbon. Bendtner á því að vera á leið til Sporting Lisbon fyrir um 9 milljónir punda og er búist við því að sala hans þangað verði tilkynnt á næstu dögum.

Bendtner hefur leikið alls 158 leiki fyrir Arsenal og skorað 45 mörk. Á síðustu leiktíð skoraði hann 9 mörk í 32 leikjum.

 

Comments

comments