Uncategorized — 15/04/2012 at 10:47

Benayoun veit ekkert hvað verður ?

by

Yossi Benayoun hefur nú sagt að eigandi Chelsea, Roman Abramovich hafi leyft honum að velja hvaða klúbb hann vildi ganga til liðs við á láni og hann hafi perónulega gefið samþykki sitt fyrir því að hann gengi í raðir Arsenal.

Arsenal er nú í 3 sæti og eru ansi nálægt því að tryggja sér það sæti og þar með sæti í Meistaradeildini á næstu leiktíð. Chelsea er hinsvegar í 6 sæti en Benayoun er einmitt samningsbundinn þeim ennþá.

Benayoun sem nú er 31 árs hefur átt erfitt uppdráttar hjá Arsenal og ekki spilað neitt rosalega mikið þó svo að hann hafi byrjað síðustu tvo leiki fyrir Arsenal, gegn Manchester City og Wolves og skoraði meðal annars gegn Wolves. Benayoun segir að hann hafi fengið nokkur tilboð  í Ágúst en þegar hann vissi að Arsenal hefði áhuga þá hafi hann strax viljað ganga til liðs við Arsenal og gert allt til þess að það gengi upp.

“Ég er 100% Arsenal maður í dag og hugsa ekki um Chelsea eða önnur lið. Ég vill að Arsenal gangi vel og klári deildinna í 3 sæti. Ég verð þó að viðurkenna að ég mundi gjarnan vilja að Chelsea og Liverpool yrðu í topp fjögur líka en ég geri mér full ljóst að svo verður líklega ekki. Fimm stig á milli þriðja og fjórða sætis eru töluvert en við verðum að halda áfram að spila vel og vinna leiki svo þessi 5 stig tapist ekki niður. Næst spilum við við Wigan sem unnu Manchester United í liðinni viku, svo það er í raun smá viðvörun til okkar að spila vel. Þetta verður ekki auðveldur leikur og svo er leikur gegn Chelsea á eftir leiknum við Wigan og þar get ég ekki spilað þar sem það er ekki leyfilegt vegna þess að ég er samningsbundinn Chelsea. Ég vill ekki ljúga, Ég elska Chelsea af því þar á ég gott samband við leikmenn og þjálfara þó svo ég hafi ekki mikið spilað fyrir þá vegna meiðsla á síðustu leiktíð”.

“Ég veit ekki hvað verður eftir þessa leiktíð, ég vill fyrst og fremst einbeita mér að þeim 5 vikum sem eftir eru af þessu tímabili áður en ég fer að hugsa til framtíðarinnar, ég vill halda byrjunarliðs sæti mínu það sem eftir er af tímabilinu. Chelsea, Arsenal og ég munum síðan hugsa okkar mál eftir leiktíðina.

 

Comments

comments