Uncategorized — 01/07/2011 at 00:24

Bellerin og Toral á leið í flug til London

by

Héctor Bellerín viðurkennir að hann sé mjög stoltur yfir því að vera að ganga til liðs við Arsenal, en hann er nú að undirbúa sig undir það að fljúga til London ásamt liðsfélaga sínum Jon Toral en báðir voru þeir hjá Barcelona en Wenger gat náð þeim báðum til Arsenal fyrir um 750.000 Evrur. Þeir munu báðir byrja að æfa með félagnu 6 júlí þegar allir leikmenn Arsenal munu hefja undirbúningstímabilið. Allavega þeir sem eftir eru 🙂

Bellerin notaði Twitter síðuna sína til að segja frá því að gengið hefði verið frá samningi við Arsenal og lét fylgja með mynd af sér fyrir utan London Colney, æfingasvæði Arsenal. Bæði Bellerin og Toral eru miðjumenn og báðir eru þeir 16 ára.

Þetta birtist á Twitter síðunni hans.

“Starting today, I’m an Arsenal FC player. It gives pride to play for this great club!”

Hér eru síðan tvö vídeó, það efra af Bellerin, það síðarra af Toral

httpv://www.youtube.com/watch?v=odD6V_ajyT0

httpv://www.youtube.com/watch?v=R4nTmLWJd6c

 

Comments

comments