Uncategorized — 17/05/2015 at 11:06

Bellerin: Mikilvægt að landa topp þremur

by

Bellerin

Hector Bellerin, bakvörður Arsenal segir að það sé mikilvægt fyrir félagið að klára tímabilið í topp þremur.

Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar sem stendur og á risa leik gegn Manchester United í dag en Arsenal tryggir sér stöðu meðal þriggja efstu með sigri og setja pressu á Manchester City í baráttunni um annað sætið.

„Það er mjög mikilvægt og það væri þungu fargi af okkur létt því undanfarin ár höfum við alltaf þurft að spila erfiða leiki í undankeppni Meistaradeildarinnar undanfarin ár.”

„Ég tel að það væri mjög mikil vonbrigði að klára ekki í topp þremur eftir frábæran seinni hluta af tímabilinu. Ég tel að liðið sé með þetta og við getum náð í fleiri stig og meðal annars á Old Trafford.”

„Við unnum þá í FA Cup, svo að ég tel að við verðum að spila sama leik og standa saman. Við lentum í slysi gegn Swansea, en við verðum að hugsa um aðra leiki sem við spiluðum á undan því, við höfum verið að gera vel”
– Hector Bellerin

Frétt birtist einnig á fótbolti.net – Sami höfundur fréttar

EEO

Comments

comments