Uncategorized — 17/07/2015 at 14:00

Bellerin fær líklega nýjan samning

by

Bellerin

Arsene Wenger, stjóri Arsenal hvetur Hector Bellerin til að gera allt sem hann getur til að halda áfram að spila vel eins og hann gerði í fyrra.

Fjölmargir netmiðlar greina einnig frá því að Bellerin muni fá nýjan samning bráðlega sem inniheldur ríflega launahækkun en hann átti frábært ár í fyrra, hans fyrsta í aðalliði Arsenal.

,,Hann er einn af leikmönnunum sem komu upp í fyrra og áttu frábært tímabil. Bellerin og Coquelin eru þeir leikmenn sem var ekki endilega ætlað að koma upp og vera með stórt hlutverk í liðinu, en það er alltaf erfitt að framleiða sömu frammistöðu á öðru tímabili, svo að það er áskorunin handa þeim.”

,,Hector Bellerin er þó mjög þroskaður og einbeittur leikmaður og ég er fullur bjartsýni á að hann eigi eftir að eiga annað gott tímabil.”

EEO

Comments

comments