Uncategorized — 17/07/2015 at 20:07

Bellerin búinn að skrifa undir langtímasamning

by

Bellerin

Spænski bakvörðurinn Hector Bellerin hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið.

Bellerin er tvítugur og spilaði 28 leiki með Arsenal á seinustu leiktíð og kom mörgum á óvart, en hann skoraði meðal annars tvö mörk fyrir félagið, eitthvað sem er ekki algengt af bakverði hjá Arsenal.

Bellerin kom til Arsenal sumarið 2011 en hann kom inn í aðalliðið á seinustu leiktíð en hann hefur náð að þroskast mikið sem leikmaður og er þekktur fyrir mikinn hraða.

Hann á einnig að baki leiki fyrir spænsku U-17, U-19 og U-21 landslið Spánverja.

,,Hann náði miklum framförum því að ef þú hefðir spurt mig að þessari spurningu í fyrra á sama degi þá hefði ég ekki getað sagt að Bellerin myndi verða reglulegur leikmaður undir lok leiktíðarinnar en honum tókst það.”

,,Ég hitti Bellerin þegar hann var 15 ára og ég sá strax hvers konar leikmaður var þarna á ferðinni, hann var mjög hungraður í árangur, með mikinn eldmóð og þroskaður miðað við aldur. Ég býst við að hann haldi áfram að ná framförum á nýju tímabili,” sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri.

Comments

comments