Uncategorized — 13/08/2014 at 17:32

Bellerin búinn að bæta hraðamet Walcott

by

Bellerin

Arsenal hefur nú annan sprettharðan leikmann í sínum röðum eftir að Theo Walcott gaf það út að hans eigið hraðamet hafi verið slegið.

Walcott staðfest við arseblog að hinn 19 ára Hector Bellerin er nú krýndur sem nýr hraðakóngur Arsenal, eftir að hann bætti persónulega besta tíma sinn í 40 metra spretti.

Aðspurður að hver myndi vinna spretthlaup á milli hans og hins mikla Thierry Henry, Grínaðist Walcott: „Auðvitað ég! Henry er nú yfir Þrítugt svo ég myndi vera mjög vonsvikinn ef ég myndi ekki sigra hann. Ég bætti met Thierry Henry sem að Hector Bellerin hefur nú bætt. „

Árið 2009 braut Walcott met Henrys sem var 4,82 sekúndur, og tími hans Walcott var 4,42 sekúndur, en hefur nú verið bætt af hinum 19 ára gamla Bellerin.

Ungi Spánverjinn flutti til Norður London frá Barcelona árið 2011 en hefur ekki en tekist að komast í aðalliðið til að spila frumraun sína fyrir félagið. Bellerin, sem leikur hægri bakvörð, er nú partur af aðalliði Arsenal á þessari leiktíð eftir að hafa fengið að spila átta leiki á láni hjá Championship liði Watford á síðasta tímabili.

Comments

comments