Uncategorized — 22/09/2014 at 22:58

Bellerin, Akpom, Ajayi og Hayden gætu spilað á morgun.

by

Wenger

Arsene Wenger gaf það út í dag að á móti Southampton gætum við fengið að sjá menn eins og Hector Bellerin, Francis Coquelin og Isaac Hayden. Í hópnum eru einnig Chuba Akpom og Semi Ajayi og er alveg líklegt að þeir verði allir í byrjunarliðinu í bland við reyndari menn.

Nacho Monreal mun ekki vera með vegna meiðsla og sama á við um Yaya Sanogo, Serge Gnabry og Theo Walcott sem eru samt ekki langt undan.

Deildarbikarinn hefur alltaf verið staður fyrir yngri leikmenn að fá tíma á stóra sviðinu og að spila með og á móti reyndari mönnum. Það verður líklegast engin breyting þar á á morgun og verður spennandi að sjá hvernig Wenger stillir upp liðinu og hvernig þeim mun ganga á móti liði sem spilar í efstu deild.

Áfram Arsenal!

Magnús P.

Comments

comments