Uncategorized — 04/08/2011 at 14:51

Bartley skrifar undir nýjan samning

by

Varnarmaðurinn ungi Kyle Bartley hefur nú skrifað undir nýjann samning við Arsenal. Bartley sem er 20 ára hefur leikið einn leik fyrir aðallið Arsenal en sá leikur var í Meistaradeildinni gegn Olympiakos í Desember 2009, hann var í láni nær alla síðustu leiktíð, fyrst hjá Sheffield United og svo hjá Glasgow Rangers og stóð hann sig mjög vel hjá Rangers.

Sögur segja að mjög líklegt sé að Bartley verði lánaður aftur til Rangers nú í vetur enda er þar áhuginn á honum mikill.

Þessi nýi samningur Kyle Bartley er til næstu 5 ára.

 

Comments

comments