Uncategorized — 30/06/2011 at 01:01

Barcelona búið að bjóða 35M punda

by

Cesc Fabregas til Barcelona fyrir 35 milljónir punda
Cesc Fabregas til Barcelona fyrir 35 milljónir punda

Cesc Fabregas er orðinn ansi öruggur um að hann verði leikmaður Barcelona í sumar. Evrópumeistararnir hafa nú hækkað tilboð sitt í Fabregas up í 35 milljónir punda og þar að auki eru einhverjir bónusar inn í því þannig að boðið ætti að vera ansi nálægt 40 milljónum punda.

Fabregas talaði við blaðamenn í fótboltaskóla í Todera á Spáni í dag og sagði “Ef leikmaður er á markaðnum þá er það vegna þess að hans eigin klúbbur vill hann ekki lengur. Það eru engin vandamál fyrir mig.”

“Ég er rólegur og vongóður. Ég hef ekkert meira að segja enda er hefur ekkert gerst ennþá.”

Sandro Rosell, Forseti Barcelona vill að þetta mál verði klárað áður en hann fer í sumarfrí í næstu viku og finnst honum það tilboð sem nú liggur á borðinu mjög gott og í raun það besta sem Barcelona getur boðið.

Arsenal hefur ekki enn gefið út formlega tilkynningu eins og þeir gerðu síðasta sumar um það hvort Fabregas verði áfram hjá félaginu eða ekki og verður það að teljast því ansi líklegt að einhverjar viðræður standi yfir þar sem fréttir þessa efnis hafa tröllriðið í öllum fréttamiðlum í allt sumar eins og síðasta sumar.

Arsenal hafnaði 30 milljóna punda boði í Fabregas síðasta sumar frá Barcelona.

Ég veit ekki með ykkur, en ég vill fara að sjá fyrir endann á þessu máli. Ef Fabregas hefur sagt þetta má hann alveg fara mín vegna. Fyrirliði Arsenal segir ekki svona opinberlega. En svo getur líka verið að fréttamiðlar hafi misskilið það sem hann sagði.

Comments

comments