Uncategorized — 29/11/2014 at 19:54

Baráttusigur gegn WBA

by

West Bromwich Albion v Arsenal - Premier League

Arsenal fór til Birmingham í dag og heimsótti WBA. Arsenal vann 1-0 en það var Danny Welbeck sem skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu eftir frábæran undirbúning hjá Santi Cazorla.

Arsenal voru töluvert betri í fyrri hálfleik en lokasendingin eða skotið geigaði ávalt. WBA sótti aðeins í sig verðið í síðari hálfleik og þá sérstaklega þegar Arsenal voru komnir yfir. WBA átti skalla í stöng undir lok leiksins en nær komust þeir ekki.

Santi Cazorla sem mikið hefur verið gagnrýndur í vetur er heldur betur að vakna og hefur lagt upp öll þrjú mörkin sem Arsenal hefur skoraði í síðustu tveimur leikjum. Vörnin hefur haldið vel en Alexis Sanchez er greinilega að verða þreyttur og veitti ekki af smá hvíld. Monreal, Gibbs og Chamberlain þurfa allir í skoðun eftir leik vegna meiðsla.

SHG

West Bromwich Albion v Arsenal - Premier League

Comments

comments