Uncategorized — 11/02/2015 at 12:18

Baráttusigur gegn Leicester City

by

Özil_fyrir_Napoli

Mesut Özil lagði í raun bæði mörk Arsenal upp þegar þeir unnu Leicester 2-1 í gærkvöldi.

Arsenal komst á bragðið eftir 27 mínútna leik en eftir ótrúlega flott spil tiplaði Özil boltanum með tánni en Mark Schwarzer í markinu blakaði í horn.

Úr horninu lagði hann upp mark fyrir ódekkaðan Laurent Koscielny sem skoraði tiltölulega auðveldlega.

Eftir 41 mínútu var röðin komin að Theo Walcott. Mesut Özil átti þá fínt skot að utan, en Schwarzer náði ekki að grípa höndum um boltan, heldur blakaði honum til Walcott sem smurði boltan í fjærhornið og 2-0 var staðan í hálfleik.

Það var síðan Kramaric sem minnkaði muninn fyrir Leicester í 2-1 eftir stífa pressu frá gestunum var Kramaric óvaldaður í þröngu færi en tókst að setja boltan í markið.

Lengra komust gestirnir ekki þrátt fyrir mikla vinnusemi og baráttu en á sama tíma lagði Liverpool lið Tottenham og því eru Arsenal komnir á ný í 4. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Southampton, sem eiga leik í kvöld gegn West Ham.

Þá getur Man Utd komist upp fyrir Arsenal í kvöld en þeir eiga leik til góða á Old Trafford í kvöld gegn fallbaráttuliði Burnley.

Comments

comments