Uncategorized — 18/11/2013 at 04:12

Bakslag í meiðslum Oxlade-Chamberlain

by

Mesut Ozil Visits Arsenal Training Ground

Ekki bárust góð tíðindi frá herbúðum Arsenal í dag. En Alex Oxlade-Chamberlain verður ekki tilbúinn til að spila fótbolta fyrr en í fyrsta lagi í janúar 2014.

Ox meiddist í fyrsta leik Arsenal í deildinni eftir að hafa spilað virkilega vel á undirbúningstímabilinu. Auk þess þá skorað  hann mark með Englendingum nokkrum dögum áður en hann meiddist.

Það er því að verða kapplaup við tímann fyrir Englandinginn unga ætli hann sér að komast í HM hóp Englendinga. Því samkeppnin er mikil á miðsvæðinu núna hjá Arsenal og hætt við því að Wenger muni koma honum hægt og r´lega aftur inn í liðið.

SHG

 

Comments

comments