Uncategorized — 09/12/2014 at 21:57

Auðveldur sigur í Tyrklandi

by

Galatasaray AS v Arsenal FC - UEFA Champions League

Arsenal var ekki í miklu vandræðum með Galatasaray í kvöld þrátt fyrir að tefla fram hálfgerðu B-liði. 4-1 voru lokatölur og skoruðu þeir Podolski og Ramsey sitthvor mörkin tvö.

Arsenal spilaði virkilega vel í fyrri hálfleik og byrjaði flugeldasýningin strax á þriðju mínútu þegar Podolski kom Arsenal yfir. Ramsey skoraði næstu tvö og var það síðari sérlega glæsilegt.

Arsenal var 3-0 yfir í hálfleik og leyfðu sér að setja tvo 17 ára gutta inn á í hálfleik og einn í viðbót þegar líða fór á síðari hálfleikinn. Gala sótti nokkuð og skoraði Snidjer úr frábærri aukaspyrnu áður en Podolski skoraði sitt annað mark með síðustu spyrnu leiksins.

Dortmund og Anderlecht gerðu jafntefli og lendir Arsenal því í öðru sæti í riðlinum á markatölu.

SHG

Comments

comments