Uncategorized — 15/09/2012 at 19:44

Auðveldur sigur í dag

by

Arsenal vann auðveldan sigur á Southampton í dag og færðist úr áttunda sætti upp í það þriðja.

Southampton gerði það sem önnur lið eru ekki allt of gjörn að gera gegn Arsenal á Emirates, þeir reyndu að sækja. Það opnaði hins vegar fyrir spil Arsenal og það tók þá ekki nema 11 mínútur að komast yfir. Podolski átti þá gott hlaup upp miðjuna, gaf á Gibbs sem reyndi skot en vildi ekki betur til að Southampton skoraði sjálfsmark.

Frábær aukaspyrna frá Podolski og vel klárað færi hjá Gervinho sem var á toppnum í þessum leik kom okkur í 3-0 áður en Southampton skoraði annað sjálfsmark. Aftur eftir undirbúning frá Gibbs.

Það voru hins vegar alveg skelfileg mistök hjá Szczesny sem urðu til þess að Southampton náði að skora mark fyrir hálfleik.

Southampton komu með bullandi sjálfstraust inn í síðari hálfleikinn en það var nánast gegn gangi leiksins sem Gervinho skoraði aftur. Theo Walcott skoraði svo undir lokin gegn sínu uppeldisfélagi.

4 leikir, 8 skoruð mörk, 1 fengið á sig og 8 stig í þriðja sæti ekki slæm byrjun.

SHG

Comments

comments