Uncategorized — 22/02/2014 at 17:05

Auðveldur sigur á Sunderland

by

Arsenal v Sunderland - Premier League

Arsenal var rétt í þessu að vinna Sunderland 4-1 og minnkuðu forskot Chelsea niður í 1 stig.

Wenger gerði fimm breytingar á liði Arsenal og fékk Giroud aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Hann þakkaði fyrir sig með því að skora tvö fyrstu mörk leiksins. Það fyrra eftir 5 mínútur og það síðari þegar hann nýtti sér herfileg mistök í vörn Sunderland.

Hann átti svo sinn þátt í marki dagsins þegar Rosicky skoraði eftir frábæra spilamennsku Arsenal. Staðan hélst 3-0 þangað til í hálfleik.

Sunderland byrjaði síðari hálfleikinn nokkuð sterkir en þegar líklegra var að þeir myndu minnka muninn í 3-1 skoraði Koscielny með skalla eftir hornspyrnu Cazorla. Arsenal róuðu leikinn eftir þetta og náði Sunferland að minnka muninn með frábæru skoti töluvert fyrir utan teig.

Það neikvæða úr leiknum er að Monreal og Koscielny fóru meiddir af vellinum og hefði Wenger átt skiptingu eftir í lokin þá hefði Wilshere einnig farið útaf. Vonandi að þetta séu ekki slæm meiðsli hjá þessum leikmönnum.

Þar sem Chelsea og Man City unnu einnig í dag þá er staðan eins á toppnum.

SHG

Comments

comments