Uncategorized — 10/08/2013 at 15:53

Auðveldur sigur á Man City í síðasta æfingaleiknum

by

Gibbs_vs_City

Arsenal og Man City mættust í Finnlandi í dag og það má svo sannarlega segja Arsenal nýttu sín færi.

Að vísu voru ekki mörg færi í fyrri hálfleik, Arsenal fékk eitt og Man City tvö. En staðan var 1-0 fyrir Arsenal þar sem Walcott nýtti sitt færi eftir frábæran undirbúning frá Ramsey. Man City var meira með boltann og leyfðu Arsenalmenn þeim að leika sér en lítið gerðist hjá þeim blálæddu frá Manchester.

Í síðari hálfleik þá byrjaði Man City af miklum krafti og fengu tvö virkilega góð færi til jafna en það gekk ekki. Arsenal fengu svo tvö góð færi sem þeir nýttu. Fyrst Ramsey svo Giroud báðir eftir sendingar frá Theo Walcott. Þrjár skiptingar í hálfleik og eftir þetta þá setti Wenger restina af varamönnum inn á. Meðal annars hinn 16 ára Zelalem og Sebastian Perez sem er á reynslu þessa stundina hjá Arsenal.

Við þetta veiktist lið Arsenal töluvert og náði Negredo að klóra í bakkann fyrir City. Lengra komust þeir þó ekki, en Navas varð sér til skammar þegar hann reyndi að fiska Gibbs útaf undir lok leiksins. Eftir klafs þar sem Gibbs fór með höndina í bringuna á Navas þá hélt hann fyrir andlitið á sér og rúllaði eftir grasinu í heila mínútu og þurfti svo aðra mínútu í aðhlynningu.

En sigur í síðasta æfingaleik fyrir mót og það er alltaf jákvætt.

SHG

 

Comments

comments