Uncategorized — 22/03/2013 at 17:10

Arteta trúir að Arsenal sé á réttri leið

by

Mikel-Arteta

 

Mikel Arteta, varafyrirliði Arsenal, trúir því að Arsenal eigi þrjá eða fjóra unga leikmenn sem komi til með að verða mikilvægir félaginu á næstu árum.

Unglingalið Arsenal á leik við CSKA Moskva á mánudaginn í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Emirates.

,,Ef þeir geta fengið mikinn stuðning og fólk styðji við ungu strákana þá verður það frábær reynsla fyrir þá. Að spila fyrir lið eins og Arsenal á þessum velli gerist ekki á hverjum degi svo að þeir eru heppnir að það sé raunin. Það er eitthvað til að njóta,”sagði Arteta.

,,Í keppni sem þessari sjá þeir hvar þeir eru staddir í samanburði við önnur lið í Evrópu. Mér finnst þetta góð leið til að sjá hvar þeir eru staddir. Þeir hafa komist í 8-liða úrslit nú þegar svo að það þýðir að Arsenal er á leið í rétta átt.”

,,Við eigum góða leikmenn sem eru að koma upp. Ég vil ekki segja nein nöfn því þá ertu kannski að vanmeta aðra. Ég held að við höfum þrjá til fjóra leikmenn sem munu verða mjög mikilvægir félaginu í framtíðinni.”

Frétt einnig á 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments