Uncategorized — 10/07/2015 at 02:09

Arteta skrifar undir nýjan samning

by

arteta660_2877192

Fyrirliðinn Mikel Arteta hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við félagið.

Wenger er kampakátur með að Arteta vilji vera áfram, enda sé hann einn af leiðtogum hópsins.

,,Hann verður með okkur í eitt ár í viðbót því hann framlengdi. Hann er einn af leiðtogum klúbbsins því hann er fyrirliði liðsins. Ég býst við að hann taki mun meiri þátt heldur en á síðasta tímabili en hann mun einnig þurfa að berjast.”

,,Með þann fjölda leikja sem við eigum framundan getum við nýtt hans reynslu, þrá og gæði og það verður mikilvægt á næstu leiktíð,” sagði Arsene Wenger.

Comments

comments