Uncategorized — 28/08/2012 at 19:01

Arteta: Ómögulegt að fylla í skarð Persie

by

Spánverjinn Mikel Arteta hefur játað að það verði ómögulegt að fylla í skarðið sem að Robin Van Persie skilur eftir sig.

Hollendingurinn skoraði 37 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili en fór til erkifjendanna í Manchester United fyrir 24 milljónir punda fyrr í sumar.

Wenger hafði þó búið sig undir brottför Persie með kaupunum á Olivier Giroud og Lukas Podolski en báðir urðu þeir með markahæstu mönnum í sínum deildum, frönsku 1. deildinni og þýsku Bundesligunni.

Arteta segir þó að það væri ósanngjarnt að búast við því sama af Podolski og Giroud í vetur.

“Það er ómögulegt að fylla í skarð Persie, hann er það einstakur leikmaður.”

“Manchester United keyptu hann þegar hann er 29 ára gamall, það hlýtur að segja eitthvað. Það eru ekki margir jafn góðir og hann í heiminum.”

“Það skiptir ekki máli hver kemur inn í staðin, þú getur ekki beðið hann um að vera jafn góður og Persie er.” sagði Arteta við The Sun.

SRB

Comments

comments