Uncategorized — 15/01/2015 at 14:18

Arteta gekkst undir aðgerð – Frá í þrjá mánuði

by

arteta660_2877192

Fyrirliðinn Mikel Arteta verður fjarri góðu gamni næstu þrjá mánuðina vegna aðgerðar á ökkla.

Hann er á leið í endurhæfingu sem búist er við að muni taka þrjá mánuði.

Arsene Wenger:
Mikel fór í aðgerð sem gekk vel. Hann er byrjaður að æfa með okkur aftur á æfingasvæðinu.

Hann er með takmarkaða hreyfigetu í ökklanum og hann var með stöðuga bólgu sem hafði áhrif á kálfan. Þetta þýðir að við þurftum að senda hann í aðgerð og það er lausn sem gefur honum tækifæri að ná sér að fullu.

Heimild: Heimasíða Arsenal

Eyþór O.

Comments

comments