Uncategorized — 05/06/2012 at 16:57

Arteta að fá launahækkun

by

Arsenal tók nokkra áhættu með kaupin á Arteta í fyrra. Hann á að baki þónokkra meiðslasögu og þar sem kaupin áttu sér stað mjög seint þá fór hann ekki í læknisskoðun. Hann var hins vegar æstur í að koma til Arsenal og tók á sig launalækkun.

Það hins vegar sannaðist á síðasta tímabili að Arteta var leikmaður sem Arsenal þurfti. Eftir að hafa misst Wilshere í meiðsli, selt Cesc og Nasri þá var það á herðum Arteta að stjórna spili Arsenal sem hann gerði virkilega vel auk þess að skora nokkur mörk sjálfur.

Arsenal hafa nú kallað umboðsmann Arteta á fund enda vilja þeir bjóða honum launahækkun og lengja samning hans um eitt ár.

SHG

 

Comments

comments