Uncategorized — 12/04/2013 at 14:32

Arshavin yfirgefur Arsenal í sumar

by

ArshavinZenit

Rússinn öflugi Andrei Arshavin mun yfirgefa Arsenal í sumar. Þetta staðfesti Arsene Wenger knattspyrnustjóri.

Samningur Arshavin rennur út í sumar og ekki er von á því að félagið bjóði honum nýjan samning en hann hefur lítið fengið að spila á leiktíðinni.

,,Hann er að klára samninginn,” sagði Wenger.

,,Ég held að hann verði ekki áfram, hann er ekki að spila mikið. Hann leggur mikið á sig á æfingum. Hann sýnir mikinn vilja.”

Eyþór Oddsson

Comments

comments