Uncategorized — 14/04/2012 at 21:39

Arshavin steig á samherja í fögnuði

by

Andrey Arshavin hefur ekkert gengið neitt rosalega vel undanfarið hvorki hjá Arsenal né nú hjá Zenit St Petersburg þar sem hann er í láni. Arshavin átti þó góðann leik í dag skoraði mark og lagði upp annað eftir að hann kom inná í síðarri hálfleik. Arshavin gerði þó töluvert skrítinn hlut í leiknum.

Þegar Arshavin var búinn að leggja upp fyrra mark Zenit í leiknum sem Vladimir Bystrov skoraði þá stígur Arshavin ofan á Bystrov með þeim afleiðingum að Bystrov þurfti að fara af leikvelli. Að vísu sýnist nú eins og Bystrov hafi meitt sig í maga áður en Arshavin stígur ofan á hann af fullu afli en hver lætur sér detta í hug að stíga ofan á leikmann í fögnuði eftir mark.

Þið getið séð atvikið hér að neðan.


[www.online-soccer.ru] Zenit 2-0 CSKA Moscow ALL… by all-goals

Comments

comments