Uncategorized — 11/08/2014 at 16:50

Arsenal mennirnir í FH

by

FH1

Arsenal F.C. eiga aðdáendur í eflaust öllum fyrirtækjum landsins sem og knattspyrnuliðum.

Hilmar varaformaður klúbbsins leit við á æfingu hjá FH í dag og talað við þá leikmenn FH sem halda með Arsenal.

Þetta eru höfðingjarnir:

Guðjón Árni Antoníusson
Hann fékk Arsenal tösku í jólagjöf þegar hann var fjögurra ára úr Sportbúð Óskar og uppáhalds leikmaður hans fyrr og síðar er Ian Wright.

Emil Pálsson
Þetta er ekki flókið hjá Emil, hann heldur mest upp á Thierry Henry og Henry er einnig ástæða þess að hann byrjaði að halda með skyttunum.

Róbert Örn Óskarsson
Róbert var alltaf rosalega hrifinn af Marc Overmars og þegar Arsenal keypti hann 1997 þá var ekki aftur snúið. Eins og markmanni sæmir þá er markmaður uppáhalds leikmaður Roberts, en það er  “König” Szczesny eða pólska skrímslið eins og hann kallaði hann.

FH2

SHG

Comments

comments