Uncategorized — 09/06/2012 at 21:54

Arsenalmenn á EM: Dagur 2

by

Dagur tvö er liðinn og komu þrír leikmenn Arsenal við sögu. Einn þeirra átti frábært tímabil, annar var í láni frá Arsenal á meðan hinn hefur ekki spilað leik fyrir Arsenal.

Í fyrri leik dagsins vann Danmörk Holland 1-0 þar sem Bendtner og Persie spiluðu allan leikinn. Fyrirliðinn okkar og besti leikmaður síðasta tímabils var vægast sagt skelfilegur í þessum leik. Spurning hvort það henti honum betur að vera stór fiskur í lítillri tjörn frekar en meðalfiskur í stórri tjörn.

Þjóðverjar unnu svo Portúgal með sömu markatölu en þar spilaði Podolski allan leikinn á meðan Mertesacker var ónotaður varamaður.

SHG

Comments

comments