Uncategorized — 18/06/2012 at 00:41

Arsenalmenn á EM: Dagur 10

by

Tveir fóru áfram og tveir fóru heim. Þjóðverjarnir Podolski og Mertesacker voru þeir einu sem fóru áfram úr riðli B.

Allt var opið fyrir lokaumferðina, en Persie og félagar hans í Hollenska liðinu töpuðu 2-1 fyrir Portúgal og eru á leið heim, sem og Bendtner eftir að Þjóðverjar unnu Dani 2-1.

Lukas Podolski varð í kvöld yngsti leikmaður í sögu Evrópu til að ná 100 landsleikjum með sínu landi og hélt upp á það með því að skora sitt 44 landsliðsmark.

Merkilegt að Arsenalmennirnir tveir sem fóru áfram í dag, er leikmaður sem ekki hefur spilað eina mínútu á mótinu á meðan hinn hefur ekki spilað eina mínútu fyrir Arsenal.

SHG

Comments

comments