Miðapöntun

Reglur varðandi miðakaup tímabilið 2016/2017

P.S. við eigum EKKI miða á lagar. Við erum ekki söluaðili á miðum, sækjum bara um fyrir fólk.

Gerðar hafa verið töluverðar breytingar á því hvernig Arsenalklúbburinn á Íslandi mun haga miðasölu á leiki í vetur.

Helsta breytingin er sú að núna fara félasgmenn ekki á lista fyrr en það hefur borgað 15.000 kr. (vegna breytinga hjá Arsenal fá þeir sem ekki eru í klúbbnum ekki miða) staðfestingargjald per miða inn á miðareikning klúbbsins OG senda kvittun á midar@arsenal.is. Þeir sem sækja um eftir að frestur er liðinn (10 vikur fyrir leik) geta farið á biðlista.

En svona mun þetta fara fram.

 1. Þú sendir póst á midar@arsenal.is og tekur fram hvaða leik er verið að hugsa, fjölda miða og félagsnúmer þeirra sem ætla sér að nota miðann/miðana.
 2. Við svörum til þess að láta ykkur vita hvort pláss sé á listanum, hvort þið farið á biðlista og hvernig á að borga fyrirframgreiðsluna. Það á EKKI að borga nema búið sé að gefa ykkur upp reiknignsnúmer til að borga inn á.
 3. Þegar greitt hefur verið þá farið þið á pöntunarlistann.
 4. 10 vikum fyrir leik sendum við Arsenal F.C. pöntunarlistann og þá er pöntun orðin bindandi.
 5. Með orðinu bindandi þá eigum við, að fólk fær ekki endurgreiddar 15.000 kr. NEMA ef atvik haga þannig til þá er hægt að skoða það, EÐA ef það er biðlisti til staðar.
 6. Kaupandi tekur ábyrgð á því ef leikur hliðrast til um dag eða tvo vegna sjónvarpsútsendingar
 7. Við getum skilað miðum ef leikur frestast
 8. Um leið og við vitum staðfestan fjölda frá Arsenal þá höfum við samband við fólk. Ef við fáum færri en 20 miða þá endurgreiðum við að fullu þá sem ekki fá miða eða bjóðum þeim annan kost.
 9. Líklegt er að C leikir séu ódýrari en 15.000 kr. á meðan verð á B-leiki verður nálægt 15.000 kr. en A-leikir munu væntnalega kosta um 22.000 kr. Þessi verð eru þó háð gengi og staðsetningu miðanna. Þessi verð miðast við félagsmann í klúbbnum. Þessar upphæðir eru breytilegar og þess vegna erum við með fast 15.000 kr. staðfestingargjald.
 10. MJÖG mikilvægt er að senda kvittun á midar@arsenal.is svo við sjáum að greiðsla hefur borist.
 11. Þegar miðar koma til landsins komum við þeim til viðkomandi.

Hér er hægt að sjá kategoríur hjá Arsenal: http://www.arsenal.com/tickets/matchcategories

Leikir sem verða nýttir í hópferð og því ekki hægt að sækja um staka miða á eru:
Arsenal – Stoke 12. september
Arsenal – Tottenham 7. nóvember
Arsenal – WBA 12. mars

Frestur er útrunninn á:
Arsenal – West Ham
Arsenal – Liverpool
Arsenal – Man Utd

Arsenal – Everton

 

 

 


Erum yfirleitt að fá miða í hólf 121 – 124.

TAKIÐ EFTIR AÐ DAGSETNINGAR GETA BREYST ÞAR SEM EKKI ER BÚIÐ AÐ FÆRA SJÓNVARPSLEIKINA