30 ára afmælisferð 2012

Hér koma allar fréttir umAfmælisferðina okkar um leið og þær berast.

 

Afmælisferð Arsenalklúbbsins á Íslandi skiptist í fjóra daga

Arsenal-Afmælisdagurinn, frídagurinn, leikdagurinn og heimferðardagurinn: Athugið að tímasetningar eru ekki komnar inn.

Arsenal-Afmælisdagurin

Flogið frá Keflavík til London
Rúta tekur á móti okkur upp á flugvelli og þaðan verður farið á hótelið
Rútan bíður á meðan við tjékkum okkur inn og svo haldið áfram beint upp á Emirates Stadium.
Á Emirates verður byrjað á að fara í skoðunarferð um völlinn
Eftir skoðunarferð tekur við sértakt “Event” eða atburður í búðinni sem settur er upp bara fyir okkur. Þetta byrjar klukkan 17:30 eða þegar búðinni hefur verið lokað svo við höfum hana útaf fyrir okkur.
Eftir þennan atburð þá verður farið á Royal Oak sem er veitingasalur á Emirates Stadium og þar snæðir hópurinn saman kvöldverð. Þar verður hlaðborð . Þar verður smá dagskrá á meðan við borðum.

 

Frídagurinn

Ekkert er skipulagt af hálfu klúbbsins og má fólk gera það sem það vill án þess að einhver formleg dagskrá skemmi fyrir.
Farastjórar verða þó alltaf til taks og það má alveg fylgja þeim þangað sem þeir fara.

 

Leikdagurinn

Farið verður saman upp á völl
Stemning mynduð á Gunners Pubb
Hópurinn labbar saman á leik 30 minútur fyrir kick-off.
Farastjórar hittast á ákveðnum stað þars sem hægt verður að fara með þeim upp á hótel.

 

Heimferðardagurinn

Farið verður heim um kvöldið.
Nánari tímasetningar koma síðar

Kær kveðja
Stjórn Arsenalklúbbsins á Íslandi