Uncategorized — 26/05/2013 at 13:53

Arsenalklúbburinn og Gaman Ferðir í samstarf

by

rsz_dscn1433

Eftir aðalfund Arsenalklúbbsins á Íslandi í gær var undirritaður samstarfssamningur milli klúbbsins og Gaman Ferða.

Með þessum samningi ætlar klúbburinn að auka þjónustu sína við félagsmenn auk þess að tryggja það að þeir komast sem ódýrast út á leiki og í hópferðir.

Við í stjórn Arsenalklúbbsins hlökkum mikið til og verður gaman að sigla inn í breytta tíma með nýju fólki.

Við þökkum Þór og Braga fyrir að hafa tekið vel á móti okkur og verður þetta eflaust ánægjulegt samstarf sem félagsmenn munu njóta góðs af.

Stjórn Arsenalklúbbsins á Íslandi.

rsz_dscn1429

Comments

comments