Uncategorized — 19/05/2012 at 14:34

Arsenalklúbburinn og arsenal.is aftur í samstarf

by

Arsenalklúbburinn og arsenal.is hafa nú aftur gengið til samstarfs eftir að hafa verið með stríðsöxi á lofti í nærri 3 ár. Arsenalklúbburinn rak lénið arsenalfc.is síðustu 3 ár en framvegis mun það lén vísa á arsenal.is.

Nýr og endurbættur vefur arsenal.is hefur nú verið opnaður  og var skrifað undir samstarfssamning á milli klúbbsins og arsenal.is á aðalfundi Arsenalklúbbsins í dag.

Á arsenal.is er því núna hægt að nálgast allar upplýsingar um Arsenalklúbbinn, skrá sig í klúbbinn, sækja um miða og þessháttar. Auk þess sem allar fréttir um Arsenal verða birtar á vefnum.

Til hamingju með þetta, Arsenal menn.

Comments

comments