Uncategorized — 08/07/2014 at 08:33

Arsenalklúbburinn frumsýnir nýja PUMA búninginn

by

PUMA

Fimmtudaginn 10. júlí klukkan 22:00 mun Arsenal F.C. frumsýna nýju Arsenalbúningana.

Á sama tíma mun Arsenalklúbburinn frumsýna nýja heimabúninginn við Bæjarins Bestu á Tryggvagötu í Reykjavík.

Þann 24. apríl bauðst félagsmönnum að kaupa búninginn í forsölu sem 45 nýttu sér. Einn heppinn fær afhendan búninginn á slaginu 22:00 og mun þannig frumsýna hann fyrir okkur hinum. Svo fá þeir sem keyptu sér búninginn hann afhendan eftir það, en ekki verður hægt að kaupa búninga á staðnum.

Arsenalklúbburinn mun bjóða félagsmönnum upp á pylsu, komið með félagaskirteinin 2013/2014 þar sem ekki er búið að prenta nýjustu út, Bragi frá Gaman Ferðum kemur og verður og jafnvel einhver frá PUMA á Íslandi og vonandi einhver frá fotbolti.net.

Vonandi sjáum við sem flesta félagsmenn á fimmtudagskvöld.

Stjórnin.

Comments

comments