Uncategorized — 08/10/2012 at 13:37

Arsenalklúbburinn býður í grillveislu

by

 

Arsenalklúbburinn ætlar að bjóða félagsmönnum sínum í grillaðar pylsur og kaffi næstkomandi sunnudag klukkan 14:00 í Ölver í Glæsibæ. Tilefnið er að á mánudaginn 15. október verður klúbburinn 30 ára gamall.

Við ætlum því að nota tækifærið og hitta félagsmenn og gleðjast saman. Þarna verður sýning á vegum Kjartans Björnssonar, Kristinn V. Johansen kemur og segir nokkur orð frá því þegar hann fór að æfa með Arsenal og svo verður rúsínan í pylsuendanum happdrætti þar sem árituð Arsenal treyja verður í aðalvinning.

Vonandi sjáum við sem flesta og byðjum við félagsmenn um að taka með sér klúbbskirteinið þar sem félagsnúmerið er happdrættisnúmer viðkomandi.

kveðja,
Stjórnin

Comments

comments