Uncategorized — 16/04/2012 at 21:10

Arsenal – Wigan 1-2

by

Arsenal var ekki í sínu besta formi í kvöld þegar Wigan kom í heimsókn á Emirates Stadium en staðan var orðin 2-0 fyrir Wigan þegar aðeins 8 mínútur voru liðnar af leiknum og ekki nóg með það þá var Arteta kominn útaf á sama tíma, meiddur. Thomas Vermaelen skoraði eins mark Arsenal í leiknum.

Hræðileg byrjun á fótboltaleik er það eina sem ég get sagt um þennan leik, það var einfaldlega eins og leikmennirnir væru ekki mættir í leikinn. Fyrra mark Wigan kom upp úr hornspyrnu hjá Arsenal og það síðarra var bara einbeitingarleysi á mjög háu stigi. Rétt er að benda á að dómari leiksins var afskaplega slakur en hann hét Andre Marriner.

Arsenal er þá búið að spila 34 leiki en hefur 5 stiga forystu á Tottenham og Newcastle en þau lið eru búin að leika einum leik minn, eða 33 leiki.

arsenal.is MAÐUR LEIKSINS:  Tomas Rosicky

BYRJUNARLIÐIÐ:
Wojciech Szczesny
Bacary Sagna
Thomas Vermaelen
Johan Djourou(74)
Andre Santos
Alex Song
Mikel Arteta(8)
Tomas Rosicky
Yossi Benayoun(60)
Theo Walcott
Robin van Persie (c)

BEKKURINN:
Lukasz Fabianski
Kieran Gibbs
Sebastien Squillaci
Aaron Ramsey(8)
Gervinho(60)
Alex Oxlade-Chamberlain(74)
Marouane Chamakh


wig21 by arsenalist

Mark  Thomas Vermaelen

Hægt er að skoða fleiri atvik úr leiknum hér

Comments

comments