Uncategorized — 18/09/2013 at 21:09

Arsenal vann úti gegn Marseille

by

 

Olympique de Marseille v Arsenal - UEFA Champions League

Arsenal vann rétt í þessu Marseille 2-1 í Frakklandi með mörkum frá Theo Walcott og hinum sjóðheita Aaron Ramsey.

Arsenal voru frekar slappir í fyrri hálfleik en Marseille voru ekki að nýta sér það, þeir voru meira með boltann en reyndu ekki mikið á Szczesney. Bæði liðin komu hins vegar betur gíruð inn í síðari hálfleik og reyndi nokkrum sinnum á Szczesny áður en Gibbs þurfti að bjarga á línu.

Við þetta vaknaði Arsenal og stuttu síðar var Walcott búinn að koma Arsenal yfir með frábæru marki. Arsenal spiluðu virkilega vel eftir þetta og bætti Aaron Ramsey við marki áður en hann braut svo af sér inn í vítateig og minnkuðu þá Marseille muninn.

2-1 sigur staðreynd og Arsenal búnir að vinna 10 útileiki í röð sem er met hjá liðinu.

SHG

Comments

comments