Uncategorized — 30/10/2012 at 22:41

Arsenal vann Reading í rosalegum leik

by

Ekki byrjaði leikurinn vel í kvöld hjá Arsenal því eftir 37 mínútur var Reading komið í 4-0.

Mark undir lok fyrri hálfleiks frá Theo Walcott átti þó eftir að reynast mikilvægt. Trú kom í liðið og tilfinningin var nánast frá upphafi síðari hálfleik að Arsenal gæti jafnað. Giroud minnkaði muninn í 4-2 en þegar líða fór þá hvarf þessi fyrrnefnda tilfinning.

Koscielny sem áður hafði skorað einn eitt sjálfsmarkið náði að skora í rétt mark á 89. mínútu og það var svo Walcott eða Jenkinson sem jafnaði 4-4 í blálokin. Wlacott skaut að marki, boltinn var kominn innfyrir en dómarinn virtist ekki hafa gefið merki um að hann væri inni, Jenkinson hins vegar sá til þess að boltinn færi yfir línuna. Arsenal fangaði þá eins og Theo hefði skorað.

Sumir leikmenn Arsenal virtust ekki vita það að nú tæki við framlengin því menn eins og Giroud gáfu treyjuna sína í leikslok. En þurftu svo að berjast fyrir því að fá hana aftur til að geta hafið framlenginuna. Það gerðist hið ótrúlega að Chamakh skoraði sitt fyrsta mark í 13 mánuði og Arsenal komið yfir, 4-5.

Fóturinn var tekinn af bensíninu hér og auðvitað jafnaði Reading. Arsenal voru hins vegar ekki á því að gefast upp og undir lik framlengingar skoraði Theo sitt annað eða þriðja mark og sigurinn nánst í höfn. Nokkrum mínútum var bætt við og nýtti Chamakh sér það til að skora sitt annað mark og tryggja Arsenal ótrúlegan 5-7 sigur.

Maður leiksins verður að vera Theo Walcott sem hefur verið frábær á þessu tímabili og verður að öllum líkindum seldur í janúar enda ekkert útlit fyrir því að hann skrifi undir nýjan samning.

SHG

Comments

comments