Uncategorized — 19/07/2014 at 13:43

Arsenal vann fyrsta æfingaleikinn

by

20140719-150445-54285461.jpg

Núna rétt í þessu þá var að klárast fyrsti æfingaleikur Arsenal á tímabilinu þar sem þeir unnu Boreham Wood 0-2.

Arsenal blandaði saman reyndari leikmönnum og ungum strákum. Í fyrri hálfleik var liðið skipað: Szczesny, Jenkinson, Ajayi, Hayden, Monreal, Ramsey, Coquelin, Zelalem, Willock, Toral og Sanogo.

Arsenal stjórnaði leiknum nánast 90% en, sérstaklega í upphafi, sýndu Boreham liðar góð tilþrif þegar þeir sóttu hratt. Það voru þó okkar menn sem fengu færin, Sanogo komst tvisvar einn innfyrir en lét verja frá sér í bæði skiptin og Jon Toral (sjá mynd) skaut í stöng. 0-0 var í hálfleik.

Síðari hálfleik skipuðu: Martinez, Bellerin, Gibbs, Miquel, Pleguezuelo, Olsson, Diaby, Flamini, Rosicky, Afobe og Akpom.

Þetta lið var töluvert sprækari og voru þeir duglegir að keyra á varnarmenn Boreham. Olsson og Akpom voru sérlega frískir og var það sá fyrrnefndi sem skoraði fyrsta markið eftir frábæran undirbúning frá Rosicky. Það var svo eftit einn af mörgum sprettum Akpom upp hægri vænginn sem brotið var á Afobe og hann skoraði síðara markið úr víti.

Shg

Comments

comments