Uncategorized — 23/09/2014 at 21:33

Arsenal úr deildarbikarnum.

by

0,,10794~10945935,00

Eftir átakanlegar nítíu mínútur eru Arsenalmenn dottnir úr deildarbikarnum í ár.
Eins og við var að búast var ekki mikið eftir af byrjunarliðinu sem mætti og vann Aston Villa frekar sannfærandi á laugardaginn eða reyndar ekkert. Wenger gerði ellefu breytingar á liðinu og stillti upp frekar ungu liði sem er nú reyndar vaninn í þessari keppni.

Byrjunarliðið:
Ospina, Bellerin, Chambers, Hayden, Coquelin, Rosicky, Diaby, Wilshere, Alexis, Campbell, Podolski

Strákarnir gerðu hvað þeir gátu í kvöld og sumir sáust meira en aðrir á vellinum og eftir tvenn varnar mistök lenntum við undir 1-2 eftir að hafa skorað það sem gæti verið fallegasta mark tímabilsins hjá Arsenal.

Liðin skiptust til að byrja með og voru Arsenal beittari ef eitthvað var. Skemmtilegt samspil á köflum var samt ekki sannfærandi og virtust menn reyna að þræða boltann í afar þröngum kringumstæðum. Arsenal komst yfir á þrettándu mínútu og Southampton jafnaði á þeirri tuttugustu úr víti sem kom til frekar klaufalega. Á þrítugustu og áttundu mínútu var hreinsað frá en Southampton fékk boltann aftur fyrir utan teig og hömruðu boltanum í markið og virtust menn ekki alveg átta sig á því að verjast í þessari stöðu.

Seinni hálfleikur spilaðist svipað og lok fyrri hálfleiks og sótt var af krafti og Southampton sætti sig við sína stöðu og reyndi bara að beita skyndisóknum þegar Arsenal missti boltann. Allt kom fyrir ekki og endaði leikurinn með sigri Southampton sem eru þá komnir áfram í fjórðu umferð.

Gengur betur næst.

Magnús P.

Comments

comments