Uncategorized — 21/02/2015 at 20:20

Arsenal upp í þriðja sæti með útisigri á Palace

by

Manchester City v Arsenal - FA Community Shield

Olivier Giroud heldur áfram markaskorun sinni en hann skoraði annað mark Arsenal í fínum 2-1 útisigri á Crystal Palace á Selhurst Park í dag.

Innan við tíu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Danny Welbeck sýndi mikla áræðni í að ná boltanum af Souare, brunaði inn í teig þar sem Souare felldi Welbeck og vítaspyrna dæmd.

Hægt var að deila um hvort brotið hafi átt sér stað inn í teig eða ekki en það breytir því ekki að úr spyrnunni skoraði Santi Cazorla og kom Arsenal yfir.

Það var síðan undir lok fyrri hálfleiks að Olivier Giroud fylgdi eftir skoti Danny Welbeck og kom Arsenal í 2-0.

Undir lok leiktímans minnkaði Glenn Murray muninn fyrir Palace menn í 2-1 en það var um seinan og Arsenal sigraði leikinn 2-1 í frekar hægum og annars tíðindalitlum leik.

Á sama tíma tapaði Manchester United fyrir Swansea City og því er Arsenal komið upp fyrir Rauðu djöflana í töflunni.

EEO

Comments

comments