Uncategorized — 16/08/2011 at 21:42

Arsenal – Udinese 1-0

by

Fyrri leikur Arsenal gegn Udinese í forkeppni meistaradeildarinnar var spilaður í kvöld á Emirates Stadium, eina mark leiksins kom á fjórðu mínútu leiksins, Theo Walcott skoraði.

Það má eiginlega segja að Arsenal hafi verið heppið að sleppa með 1-0 sigur frá Emirates Stadium í kvöld þó svo að okkar menn hafi byrjað leikinn mjög vel þá komst Udinese fljótt inní leikinn og gerði Arsenal erfitt fyrir. Í hálfleik fór Kieran Gibbs meiddur útaf og inn í hans stað kom Johan Djourou, það vildi þó ekki betur til en svo að Djourou var í heilar 9 mínútur inná vellinum og fór svo meiddur útaf. Carl Jenkinson kom svo inná í stað Djourou. Udinese spilaði mjög vel í seinni hálfleik og Arsenal reyndi að beita skyndisóknum en markið kom aldrei. Emmanuel Frimpong fékk að spila í 17+ mínútur í leiknum eftir að honum var skipt inná í stað Tomas Rosicky.

Arsenal frekar slappir í leiknum enda vantaði menn eins og Wilshere og Van Persie og svo eru tveir leikmenn núna meiddir eftir leikinn. Seinni leikurinn verður á næsta Miðvikudag og þá er spurning hvort það að vera 1-0 yfir eftir heimaleikinn verður nóg til að komast áfram í riðlakeppni meistaradeildarinnar.

Maður leiksins: Theo Walcott (var samt langt frá sínu besta)

 

Helstu atvik í leiknum

httpv://youtu.be/9OuRLO_DOQo
Viðtal við Walcott og Ramsey eftir leik

 

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Bacary Sagna
Thomas Vermaelen
Laurent Koscielny
Tomas Rosicky(73)
Theo Walcott
Aaron Ramsey
Alex Song
Gervinho
Kieran Gibbs(46)
Marouane Chamakh

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski
Alex Oxlade-Chamberlain
Johan Djourou(46)(55)
Andrey Arshavin
Emmanuel Frimpong(73)
Nicklas Bendtner
Carl Jenkinson(55)

 

Comments

comments