Uncategorized — 27/06/2014 at 16:50

Arsenal tilkynnir brottför leikmanna.

by

bendtner_1891726c
Arsenal hefur staðfest að ellefu leikmenn félagsins munu yfirgefa herbúðir þess núna í lok mánaðarins þegar samningar þeirra renna út.

Daninn Nicklas Bendtner og Suður-Kóreu búinn Ju Young Park eru samningslausir á meðan Svíinn Kim Kallstrom og Ítalinn Emiliano Vivano voru bara á lánssamningi.

Þegar hefur verið talað um að Bacary Sagna, Lukasz Fabianski og Zak Ansah hafa yfirgefið félagið og eru allir komnir í ný lið (Manchester City, Swansea City og Charlton Athletic).

Þá eru nokkrir leik menn unglinga/vara liðsins sem fá ekki eða munu ekki framlengja samninga sína. Í þeim hópi eru t.d. Chuks Aneke, Daniel Boateng, Zach Fagan og Leander Siemann.

Við hjá Arsenalklúbbnum óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni og hver veit nema að þeir skili sér aftur “heim”

Magnús P.

Comments

comments